Forstöðumaður á nýju heimili á Seltjarnarnesi Fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf
Óskað er eftir forstöðumanni til starfa á heimili fólks með fötlun í nýjum íbúðakjarna að Kirkjubraut 20 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 100% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknafrestur er til 15. mars, 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir, stefnu og verkferla félagsins
- Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilisins, stjórnun og starfsmannahaldi
- Að vinna eftir innri gæðaviðmiðum og kröfulýsingu heimilisins
- Einkafjármunir íbúa og hússjóður samkvæmt umboði
- Meðferð gagna og upplýsinga sé í samræmi við lög sem þeim tilheyra
- Innra faglegt starf og þjónusta við íbúa
- Að vinna einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir með íbúum
- Samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra samstarfsaðila
Hæfnikröfur:
- Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
- Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla
- Starfið krefst þekkingar á málefnum fatlaðs fólks og rík áhersla er lögð á hugmyndafræði og fagleg vinnubrögð
- Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg
- Góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli og sjálfstæð vinnubrögð
- Krefst tölvufærni ásamt góðrar íslensku og enskukunnáttu
- Frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogafærni
Umsækjandi þarf að geta tekið virkan þátt í innra starfi félagsins og haft stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi. Starfið veitir tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp.
Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir í síma 414-0500 á virkum dögum.
Atvinnuumsókn sendist á erna@styrktarfelag.is.
Upplýsingar um félagið má finna á www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.
Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.