Deildarstjóri frítímastarfs fatlaðra barna og unglinga í frístundamiðstöðinni Kringlunni

Frístundamiðstöðin Kringlumýri

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra frístímastarfs fatlaðra barna og unglinga í frístundamiðstöðinni Kringlumýri.

Frístundamiðstöðin Kringlumýri stendur fyrir viðamiklu frístundastarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 – 16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi ásamt því að vera þekkingarmiðstöð í frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga í Reykjavík. Frístundamiðstöðin Kringlumýri starfrækir átta almenn frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6-9 ára og fimm almennar félagsmiðstöðvar fyrir unglinga á aldrinum 10-16 ára ásamt því að starfrækja frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga sem ganga í Klettaskóla. Helsta starfsvið deildarstjóra frístímastarfs fatlaðra barna og unglinga er umsjón með sértæku frístundastarfi á vegum frístundamiðstöðvarinnar fyrir börn og unglinga sem stunda nám við Klettaskóla á aldrinum 6-16 ára. Markmið starfsins er að skipuleggja og móta sértækt frítímastarf fyrir fötluð börn og unglinga þar sem höfð eru að leiðarljósi uppeldis- og forvarnarmarkmið. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska barna með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi frístundamiðstöðvarinnar og skrifstofu frístundamála og tekur þátt í stefnumótun starfseminnar og mótun starfsmannastefnu.
Frístundamiðstöðin Kringlumýri er staðsett í Síðumúla 23 í Reykjavík og telur heildarfjöldi starfsmanna um 400 með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu.
Gildi Kringlumýrar eru Fagmennska – Fjölbreytileiki – Gleði.

Athugið að umsóknarfrestur er framlengdur til 12. janúar 2020.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 

* Halda úti fagstarfi fyrir börn og unglinga í Klettaskóla í samræmi við starfsmarkmið SFS, starfsáætlun SFS og starfsáætlun frístundamiðstöðvarinnar og tryggja jafna möguleika barna og unglinga í Klettaskóla til þátttöku í frístundastarfi borgarinnar.
* Vinnur starfsáætlun fyrir frítímastarf fatlaðra barna og unglinga í Klettaskóla í samráði við framkvæmdarstjóra og starfsfólk ásamt stefnumótunarvinnu í öðrum þeim verkefnum sem hann hefur umsjón með.
* Vinnur ásamt framkvæmdarstjóra og fjármálastjóra fjárhagsáætlun fyrir frítímastarf fatlaðra barna og unglinga í Klettaskóla og annað starf í umsjá deildarstjóra og ber ábyrgð á að hún standist.
* Vinnur að stefnumótun þekkingarmiðstöðvarhluta Kringlumýrar ásamt verkefnisstjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra og framkvæmdarstjóra.
* Hefur umsjón með og ber ábyrgð starfsmannahaldi frítímastarfs fatlaðra barna og unglinga í Klettaskóla í samráði við framkvæmdarstjóra.

Hæfniskröfur 

* Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar s.s. þroskaþjálfunar, tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
* Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
* Reynsla af stjórnun og rekstri.
* Þekking og reynsla af starfi með fötluðum börnum og unglingum í frítíma.
* Þekking og reynsla af málefnum frítímans.
* Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
* Samskiptahæfni sem miðar að því að koma að og leysa erfið mál sem tengjast starfsfólki og /eða þjónustuþegum.
* Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsókn fylgi greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga, yfirlit yfir nám og fyrri störf. Ráðið verður í stöðuna frá og með 01.02.2020.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 
100%
Umsóknarfrestur 
12.01.2020
Ráðningarform 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  
8329
Nafn sviðs 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Haraldur Sigurðsson
Sími 
411-5400
Kringlumýri - Sértækt starf
Síðumúli
23
108
Reykjavík