Deildarstjóri á heimili fyrir fatlaða – Erluás

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlaða – Erluás

Umsóknarfrestur frá: 02.08.2022

Umsóknarfrestur til: 17.08.2022

Við í Erluási í Hafnarfjarðarbæ leitum eftir öflugum deildastjóra til liðs við okkur. Um er að ræða framtíðarstarf í 80-90% starfshlutfalli í vaktavinnu. Deildarstjóri starfar að verkefnum sem krefjast sérþekkingar, fer með faglega verkstýringu ásamt því að sinna almennum störfum með fötluðu fólki.

Erluás er heimili fyrir fatlað fólk þar sem andrúmsloftið er afslappað og heimilislegt. Hér starfa um 13 manns í mismunandi starfhlutfalli og bæði aldur og kyn er fjölbreytt.

Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka lífsgæði íbúa og stuðla að valdeflingu þeirra. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu og starfsáætlunum og stefnu Hafnarfjarðarbæjar í málaflokknum.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Ber ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu
 • Framfylgir hlutverki og markmiðum starfsstöðvar
 • Er staðgengill forstöðumanns í hans fjarveru
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða BA/BS gráða á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
 • Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
 • Stjórnunarreynsla í sambærilegu starfi æskileg
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Almenn góð tölvukunnátta
 • Samskiptafærni og samstarfshæfileikar
 • Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvæðni í starfi
 • Bílpróf
 • Góð íslenskukunnátta

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu

Með umsókn skal fylgja ferilskrá sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt nokkrum orðum um af hverju þú telur þig hæfa/n í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrund Brynjólfsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 664-5720 eðahrundb@hafnarfjordur.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 17.ágúst 2022

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.