Yfiþroskaþjálfi í frístundastarf fatlaðra ungmenna - ÍTR/Hitt Húsið - Rafstöðvarvegi 7-9

Heiti starfs Yfirþroskaþjálfi í málefnum fatlaðra.

ÍTR/Hitt Húsið leitar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf Yfirþroskaþjálfa í frístundastarfi fatlaðra ungmenna á framhaldsskólaaldri. Starfið krefst skipulagshæfni, hæfni til að veita faglega þjónustu og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi.

Yfirþroskaþjálfi ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustunnar ásamt verkefnastjóra. Einnig stýrir hann daglegum störfum annarra starfsmanna, í samráði við yfirmann, veitir leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirþroskaþjálfi:

 • Mótar heildarstefnu ásamt verkefnastjórum, deildarstjóra og þroskaþjálfa fyrir frístundastarf einingarinnar með hliðsjón af hugmyndafræði frítímastarfs Hins Hússins, í málaflokki fatlaðra og notendum þjónustunnar hverju sinni.
 • Gerir einstaklingáætlanir í samvinnu við þjónustunotendur, verkefnastjóra, þroskaþjálfa og deildastjóra.
 • Heldur utan um og fer á teymisfundi í samráði við verkefnastjóra, þroskaþjálfa og  samstarfsaðila.
 • Ber ábyrgð á að mat sé framkvæmt um framvindu einstaklingsáætlana.
 • Ber ábyrgð á daglegri forgangsröðun verkefna og framkvæmd ásamt verkefnastjóra.
 • Tekur þátt í að þjálfa starfsfólk þannig að starfsfólk veiti sérhæfða og faglega þjónustu.
 • Tekur þátt í að þróa verkferla fyrir starfsfólk og skiptingu verkefna milli þeirra.
 • Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur þjónustunotenda.
 • Tekur þátt í að sjá um verkstjórn í vinnu og að bera ábyrgð á upplýsingaflæði milli starfsmanna og yfirmanna.
 • Sér um myndrænt skipulag fyrir ungmenni
 • vinnur að gerð kerfa/lausna fyrir hegðunarvandamálum með verkefnisstjóra og þroskaþjálfa

Hæfniskröfur

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi er skilyrði.
 • Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af því að takast á við hegðunarvanda.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.
 • Reynsla af frístundastarfi æskileg.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall             100%

Umsóknarfrestur      14. desember 2019

Ráðningarform         Tímabundin ráðning

Nafn sviðs                Íþrótta- og tómstundarsvið

 

Umsóknir og ferilskrá sendist í tölvupósti á eftirfarandi netföng:

gylfi.mar.sigurdsson@reykjavik.is og astasoley@hitthusid.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gylfi Már Sigurðsson í síma 695-5201

og í tölvupósti gylfi.mar.sigurdsson@reykjavik.is eða Ásta Sóley Haraldsdóttir í síma 695-5097 og í astasoley@hitthusid.is