Atvinnuauglýsingar

Geitungarnir óskar eftir þroskaþjálfa í spennandi framtíðarstarf

Geitungarnir óskar eftir þroskaþjálfa í spennandi framtíðarstarf Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa í Geitungunum. Geitungarnir eru nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk. Markmið starfsins er að skapa fötluðu fólki aðstæður til að vinna að nýsköpun og nýjum verkefnum. Auka valdeflingu með nýjum leiðum í virkni og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Leitað er að þroskaþjálfa sem er tilbúinn til að taka þátt í áframhaldandi þróun þessa verkefnis.
Lesa meira

GREININGAR- OG RÁÐGJAFARSTÖÐ ÓSKAR EFTIR RÁÐGJAFA Í SNEMMTÆKRI ATFERLISÍHLUTUN!

Greiningar- og ráðgjafarstöð óskar eftir ráðgjafa í snemmtækri atferlisíhlutun! Ráðgjafi óskast til starfa Ráðgjafi óskast til starfa á yngri barna sviði. Um er að ræða afleysingastöðu til eins árs.
Lesa meira

Þroskaþjálfi á VISS, vinnu og hæfingarstöð

VISS, vinnu og hæfingarstöð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í 75% stöðu frá 1. desember 2018 vinnutími frá kl 10 -16 VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu í Sveitarfélaginu Árborg. Meginverkefni: að veita faglega forystu í starfi að leiðbeina, styðja og hvetja fólk til þátttöku að skapa öryggi og vellíðan á vinnustað efla sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks
Lesa meira

Þroskaþjálfi óskast á skammtímaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Þroskaþjálfi óskast á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir þroskaþjálfa til starfa á skammtímaheimii fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu, og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess. Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 90% starf í vaktavinnu þar sem er unnið er á morgunvöktum, kvöldvöktum og aðra hverja helgi. Starfið er laust frá 2. janúar 2019.
Lesa meira

Deildarstjóri óskast til starfa á heimilum fatlaðs fólks í Reykjanesbæ

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf á heimilum fatlaðs fólks. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á persónurými og rétt til upplýstrar sjálfsákvörðunar. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Sjálandsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa

Sjálandsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 80-100% starfshlutfall skólaárið 2018 -2019. Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ þar sem allir starfsmenn vinna saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af virðingu og hefur hag nemenda að leiðarljósi. Í skólanum eru 280 nemendur og starfsmenn eru rúmlega 40.
Lesa meira

Óska eftir þroskaþjálfa eða sérfræðingi til starfa

Helstu verkefni eru m.a.: • Gerð einstaklings- og þjónustuáætlana • Gerð þjálfunargagna • Veita fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs á heimilum þeirra • Veita starfsfólki fræðslu og móta verklagsreglur og fylgja þeim eftir
Lesa meira

Leitum að þroskaþjálfa í hlutastarf

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði leitar að þroskaþjálfa til starfa við þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk á Drekavöllum.
Lesa meira

Þroskaþjálfi á heimili

Heimilið að Svöluhrauni óskar eftir þroskaþjálfa í framtíðarstarf Leitað er að metnaðarfullu og áhugasömu fólki í starf þroskaþjálfa á heimilið að Svöluhrauni. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á virðingu- og virk samskipti við íbúa og valdeflandi vinnubrögð í fyrirrúmi.
Lesa meira

Yfirþroskaþjálfi á heimili

Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa í 60-70%% starf á heimili í Kastalagerði. Staðan er laus frá 1. janúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir þurfa að berast fyrir 8. nóvember. Helstu verkefni og ábyrgð • Ber ábyrgð á og skipuleggur innra starf ásamt forstöðumanni • Hefur umsjón með faglegu starfi • Gætir hagsmuna íbúa innan og utan heimilis, aðstoðar í daglegu lífi og sinnir stuðningi samkvæmt óskum og þörfum þeirra hverju sinni • Gerir þjónustuáætlanir með íbúum sem byggðar er á óskum þeirra og faglegu mati. • Veitir starfsmönnum faglega ráðgjöf og fræðslu. • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans
Lesa meira