Yfirþroskaþjálfi við Vinnu og virkni

Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni

Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa í 100% starf í Bjarkarás, Stjörnugróf 9.

Um er að ræða vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og deild fyrir börn á leikskólaaldri. Vinnutími er frá 8.00-16.00 virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ber ábyrgð á og skipuleggur faglegt starf á vinnusvæðum í samvinnu við forstöðumann
 • Veitir starfsmönnum faglega ráðgjöf og fræðslu
 • Umsjón og eftirfylgd með dagskipulagi
 • Situr í fagteymi vinnu og virkni. Teymið ber ábyrgð á faglegu starfi, sér til þess að unnið sé eftir ríkjandi hugmyndafræði og samræmir daglegt skipulag milli starfsstöðva
 • Vinnur eftir gæðaviðmiðum og lýsingum úr þjónustusamningum
 • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans

Hæfniskröfur:

 • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi til að starfa sem þroskaþjálfi
 • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði.
 • Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjunar
 • Tölvufærni í word, excel og power point ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu

Umsækjandi þarf að taka virkan þátt í innra starfi félagsins, hafa stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi.

Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Heba Bogadóttir í síma 414-0571/414-0540 á virkum dögum.

Umsókn sendist á heba@styrktarfelag.is.

Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is

Staðan er laus frá 10. ágúst 2020 eða eftir nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 9. júlí 2020

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.