Verkefnisstjóri við þroskaþjálfabraut, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri við þroskaþjálfabraut, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 25-50 % starf verkefnastjóra (þroskaþjálfa) við þroskaþjálfabraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst kennsla við brautina, samskipti við starfsvettvanginn, leiðbeining um bakkalárverkefni, þátttaka í þróun náms í þroskaþjálfafræði og önnur verkefni sem honum eru falin af deildarforseta og formanni námsbrautar. 

Hæfnikröfur
Skilyrði er að umsækjandi hafi leyfisbréf sem þroskaþjálfi auk meistaraprófs í þroskaþjálfafræðum eða annarri fræðigrein sem nýtist í starfi. Einnig er skilyrði að umsækjandi starfi sem þroskaþjálfi í a.m.k. 50% starfi á öðrum vinnustað meðan á ráðningu stendur. 

Mikil áhersla er á að sá sem starfið hlýtur hafi góða færni í kennslu og hafi sýn um hlutverk sitt í námsbrautinni. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best að þörfum og aðstæðum námsbrautar í þroskaþjálfafræði. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2020 í eitt ár. 

Umsóknum þarf að fylgja 1) greinargóð skýrsla um kennslureynslu og starfsþróun umsækjanda 2) yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Ennfremur er ætlast til að umsækjendur láti fylgja umsagnir um um störf sín, eftir því sem við á. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. 

Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang. 

Starfshlutfall er 25 - 50%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson - ingo@hi.is - 525 4000