Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarleikskóli

Nýr leikskóli í Hafnarfirði auglýsir eftir þroskaþjálfa í fullt starf. Starfið er tímabundið í þrjá mánuði með möguleika á fastráðningu.

Skarðshlíðarleikskóli er nýr fjögurra deilda skóli, staðsettur að Hádegisskarði 1.

Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn. Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindakenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar.

Þar sem þetta er nýr leikskólinn fær viðkomandi tækifæri til að taka þátt í að móta námskrá leikskólans, búa til hefðir og starfa í nánu samstarfi við grunnskóla, tónmenntaskóla, íþróttahús og bókasafn, sem er allt starfrækt í sömu byggingunni. Við leggjum áherslu á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt að mörkum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning
 • Að vinna í teymi með deildastjóra að þeim verkefnum sem sérkennslustjóri/leikskólastjóri felur starfsmanni
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
 • Gerð einstaklingsnámskrár og að fylgja henni eftir
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu þroskaþjálfa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
 • Þekking á lögum og reglugerðum sem um málaflokkinn gilda
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri, berglindkrist@hafnarfjordur.is, sími: 527-7380.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur til og með 14. mars 2021.

Ferilskrá, prófskírteini og starfsleyfi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.