Þroskaþjálfi - Leikskólinn Stekkjarás

Leikskólinn Stekkjarás auglýsir eftir þroskaþjálfa í fullt starf.  Leikskólinn er 8 deilda leikskóli með um 170 nemendur. Hann starfar eftir starfsaðferðum Reggio Emilia.

Áhersla er lögð á skapandi starf, útinám og læsishvetjandi umhverfi og er starfið í stöðugri þróun. Einkunnarorð leikskólans eru "hugmyndir barnsins eru verkefni dagsins".

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barns/barna með sérþarfir þar með talið að skipulegga sérkennslu viðkomandi í samvinnu við sérkennslustjóra og deildastjóra.
 • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir það barn/börn sem hann er með í stuðning
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn þess barns/barna sem hann er með í stuðning
 • Er leiðbeinandi fyrir annað starfsfólk varðandi stuðning við nemendur með sérþarfir
 • Önnur verkefni sem sérkennslustjóri og eða yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunátta

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Alda Agnes Sveinsdóttir, leikskólastjóri, aldaagnes@hafnarfjordur.is, sími: 517-5920 eða 664-5862.

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2020.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.