Þroskaþjálfi - leikskólinn Bjarkarlundur

Leikskólinn Bjarkalundur óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í fullt starf

Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur á Völlunum og er fjögurra deilda leikskóli sem opnaði haustið 2016. Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia. Áherslur leikskólans eru snemmtæk íhlutun í starfi með börnum ásamt læsi og flæði. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni, sem gengur m.a. út á að veita jákvæðri hegðun athygli og styrkja hana. Gildi leikskólans eru samvinna, virðing og umhyggja. Samskipti innan skólans byggjast á þessum gildum og eiga þau að endurspeglast í öllu starfi skólans.

Í leikskólanum Bjarkalundi starfar jákvætt, áhugasamt og skemmtilegt starfsfólk þar sem áhersla er lögð á fagmennsku. Leikskólinn er á fimmta starfsári og því eru miklir möguleikar á að koma að mótun og uppbyggingu faglegs starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning
 • Að vinna í teymi með þroskaþjálfum að þeim verkefnum sem sérkennslustjóri/leikskólastjóri felur starfsmanni
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
 • Gerð einstaklingsnámskrár og að fylgja henni eftir
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu þroskaþjálfa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
 • Þekking á lögum og reglugerðum sem um málaflokkinn gilda
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfni
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð íslenskukunátta

Viðkomandi mun hefja störf eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Telma Ýr leikskólastjóri, telmayr@hafnarfjordur.is Einnig er hægt að hafa samband í s: 555-4941.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2021.

Ferilskrá, prófskírteini og starfsleyfi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Sótt er um stöðuna á vef Hafnarfjarðar Ráðningarvefur (hafnarfjordur.is)