Þroskaþjálfi í félagsþjónustu Sólheima

Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa í félagsþjónustu Sólheima.

Í boði er 80-100% starf í dagvinnu í þjónustu við fatlaða íbúa í sjálfstæðri búsetu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ber ábyrgð á gerð þjónustuáætlana og eftirfylgni þeirra.
 • Leiðbeinir og aðstoðar þjónustuþega við athafnir daglegs lífs.
 • Tekur þátt í fræðslu og aðstoðar tengiliði þjónustuþega við að vinna samkvæmt þjónustuáætlunum.
 • Tekur þátt í skipulagningu á innra starfi með yfirmanni og tekur þátt í að fræða nýtt starfsfólk, leiðbeina því og er öðrum starfsmönnum fagleg fyrirmynd.
 • Annast samskipti við fjölskyldur, hæfingaraðila og opinbera fagaðila í samráði við forstöðumann félagsþjónustu. Sækir fundi félagsþjónustu, teymisfundi o.fl.
 • Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun í þroskaþjálfafræðum og gilt starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Tileinkar sér nýjungar í starfi, viðheldur og eykur þekkingu sína með því að sækja námskeið og fræðslu.
 • Haldgóð þekking á lögum og reglum sem gilda um starfið og starfsemina.
 • Vinnur af heilindum fyrir Sólheima og sýnir vinnustaðnum og starfsmönnum hans virðingu, hollustu og trúnað.
 • Þjónustulund, jákvætt viðmót og góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Sýnir málefnalegt frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulagshæfni.
 • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
 • Almenn tölvukunnátta og færni í Office og öðrum kerfum er nýtast í starfinu.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
 • Hreint sakarvottorð áskilið.
 • Stundvísi og snyrtimennska.

Á Sólheimum búa 45 fatlaðir íbúar með langvarandi stuðningsþarfir. Þroskaþjálfi vinnur í samræmi við þau lög og reglur er um stafið gilda. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þjónustunotenda. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Þroskajálfafélags Íslands sem gilda á almennum vinnumarkaði.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2022

 

Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður félagsþjónustu, Aðalbjörg Jensdóttir, adalbjorg@solheimar.is og mannauðsstjóri, Nino Paniashvili, nino@solheimar.is