Þroskaþjálfi – hæfingarstöðin Bæjarhrauni

Á Hæfingastöðinni við Bæjarhraun fer fram þjónusta við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lögð er áhersla á skipulagða vinnu í grunn- og skynörvun annarsvegar og hins vegar þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta, ávallt með áherslu á notkun nýjustu tölvutækni.

Í boði er framtíðarstarf í 100% dagvinnu. Um er að ræða spennandi-, lærdómsríkt- og framsækið starf með fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðlögun í starfið.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að auka færni í óhefðbundnum tjáskiptum.
 •  Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
 • Þátttaka í erlendu samstarfi.
 •  Fylgja eftir einstaklingsáætlunum sem og starfsáætlun.
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk.
 •  Samstarf- og skipulagshæfileikar.
 •  Samviskusemi, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 •  Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446, milli kl. 08.00-16.00.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2021.

Með umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

 

Sótt er um stöðuna á vef hafnarfjarðar Þroskaþjálfi - hæfingarstöðin Bæjarhrauni (hafnarfjordur.is)