Þroskaþjálfi – Áslandsskóli

Umsóknarfrestur frá: 14.09.2022

Umsóknarfrestur til: 28.09.2022

Tengiliður: Unnur Elfa Guðmundsdóttir

Áslandsskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, um er að ræða 70-100% starf og ráðið er í stöðuna sem fyrst.

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 500 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.

Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag. 

 Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru: allar dygðir, hnattrænn skilningur, þjónusta við samfélagið, að gera allt framúrskarandi vel.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Fjölbreytt nálgun í þjálfun og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, stoðþjónustu og foreldra
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Taka þátt í stefnumótunarvinnu
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk með áherslu á teymisvinnu
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda
 • Jákvæð afstaða til nemenda með fjölþættan vanda
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi
 • Víðtæk tölvukunnátta
 • Góð íslenskukunnáttu

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólastjóri, unnur@aslandsskoli.is, og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri halfdanth@aslandsskoli.iseða í síma 585-4600.

 Umsóknarfrestur er til og með 28.september nk. Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.