Ráðgafi í málefnum fatlaðs fólks

Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega ráðgjöf og þjónustu.  

Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um þjónustu við  fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna fatlaðra barna.
Annast móttöku og úrvinnslu umsókna.
Annast heildstætt mat á þjónustuþörf og sjá um að koma á aðstoð við einstaklinga.
Annast skráningu í dagála, skýrslu- og samningagerð.
Kemur að áætlanagerð um uppbyggingu og þróun nýrra úrræða.
Er faglegur tengill við forstöðumenn starfsstöðva í málefnum fatlaðs fólks.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða þroskaþjálfi.
Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki og fjölskyldum.
Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Þekking og reynsla af starfi á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga nauðsynleg.
Góð tölvukunnátta.
 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Allir einstaklingar sem eru ráðnir til starfa á velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að gefa heimild til upplýsingaröflunar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri í síma 441-000 og einnig á netfangið gudlaugo@kopavogur.is

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningar

Einungis er hægt sækja um starfið á Alfreð