Leikskólinn Víðivellir óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í fullt starf

Leikskólinn Víðivellir óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í fullt starf

Leikskólinn Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli í norðurbæ Hafnarfjarðar, í nálægð við margar náttúruperlur, söfn og menningarlíf bæjarins. Helstu áherslur í starfi skólans eru hreyfing og hollir lífshættir en útivera skipar einnig stóran sess í starfinu ásamt því að stuðla að auknum þroska hvers barns og að þau njóti sín og dafni við hlið vina sinna og kennara.

Á Víðivöllum starfar hópur þroskaþjálfa sem starfar í teymi undir stjórn sérkennslustjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þjálfun og kennsla leikskólabarns ásamt undirbúningi og skipulagningu þjálfunar í samráði við sérkennslustjóra
  • Samskipti við foreldra og viðeigandi stofnanir vegna þjálfunar í samráði við sérkennslustjóra
  • Teymisvinna innan leikskólans
  • Þátttaka í þjálfun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samstarfi við deildarstjóra og sérkennslustjóra 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og starfsleyfi þroskaþjálfi
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg

Ef ekki fæst þroskaþjálfi í starfið kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun á háskólastigi.

Upplýsingar um starfið veitir Hulda Snæberg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma: 555-3599, vidivellir@hafnarfjordur.is

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2020.

Ferilskrá, prófskírteini og starfsleyfi fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.