LAUST STARF VERKEFNASTJÓRA - SAMÞÆTT ÞJÓNUSTA OG BARNVÆNT SVEITARFÉLAG
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra í til að stýra stefnumótun og innleiðingu á samþættri þjónustu við börn og foreldra og verkefninu Barnvænt sveitarfélag. Um 100% starf til tveggja ára er að ræða. Starf verkefnastjóra mun taka mið af lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Sveitarfélagið er meðal stærstu vinnuveitenda á Akranesi og starfa hjá bænum um 600 manns.
- Stýrir stefnumótun og innleiðingu á samþættri þjónustu við börn og foreldra
- Stýrir innleiðingu á verkefninu Barnvænt sveitarfélag
- Vinnur að samþættingu þjónustustofnana í nærumhverfi barna og fjölskyldna
- Stýrir vinnu þvert á fagsvið Akraneskaupstaðar
- Ráðgjöf og þverfagleg teymisvinna
- Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda
- Þekking og reynsla af vinnu einstaklingsmála í þjónustu við börn og fjölskyldur
- Reynsla af vinnu við þróunarverkefni eða innleiðingu á breytingum á vinnustað æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Framúrskarandi leiðtoga og samskiptahæfni
- Framsýni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Gott vald á íslensku ásamt hæfni í tjáningu í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð
Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 2. mars n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veita Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í síma 433-1000.
Sótt er um hér