Iðja, Blönduósi óskar eftir þroskaþjálfa

Upphaf starfs:                      Starfið er laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfsstöð:                            Iðja, heimilið við Skúlabraut, Blönduósi.

Starfshlutfall:                      100% starfshlutfall.

Starfsheiti:                            Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi í málefnum fatlaðs fólks.

Lýsing á starfinu:                Starfsmaður hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur. Hann vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann. Starfsmaður veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Þátttaka í faglegri uppbyggingu, umsjón og skipulagningu á einstaklingsmiðaðri þjónustu í samstarfi við forstöðumann. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.

Menntunarkrafa:               Starfsréttindi sem þroskaþjálfi/iðjuþjálfi eða önnur háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda.Gerð er krafa um bílpróf.

Hæfniskröfur:                     Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðu fólki.Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi. Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks.

Vinnutími:                            Dagvinna.

Launakjör:                             Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur:              Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar:          Ari Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður, arijohann@skagafjordur.is, 893-6673, 452-4960.

Umsóknir:                             Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá sem og afrit af prófskírteini og leyfisbréfi. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

                                                  Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.