Félagsmiðstöðin Askja - Kringlumýri - aðstoðarforstöðumaður

Frístundamiðstöðin Kringlumýri óskar eftir að ráða til starfa aðstoðarforstöðumann í félagsmiðstöðina Öskju, Suðurhlíð 9. Félagsmiðstöðin Askja stendur fyrir frítímastarfi, að skóla loknum, fyrir nemendur Klettaskóla á aldrinum 10 - 16 ára. Klettaskóli er sérskóli fyrir börn og unglinga með fötlun.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Haflína Ingólfsdóttir í síma 411-5400 og tölvupósti olof.haflina.ingolfsdottir@rvkfri.is eða Auður Björk Kvaran í tölvupósti audur.bjork.h.kvaran@rvkfri.is

Helstu verkefni og ábyrgð 
 • Umsjón með daglegri starfsemi félagsmiðstöðvar í samvinnu við forstöðumann.
 • Tekur þátt í að skipuleggja starf 13-16 ára í samráði við ungmenni og starfsfólk.
 • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
 • Umsjón með faglegu innra starfi í samvinnu við forstöðumann.
 • Staðgengill forstöðumanns.
Hæfniskröfur 
 • Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. þroskaþjálfafræði eða sambærileg menntun.
 • Reynsla af starfi með fötluðum og frístundastarfi.
 • Áhugi á félagsmiðstöðvarstarfi og að vera leiðandi í félagsmiðstöðvarstarfi fyrir fötluð ungmenni.
 • Áhugi á málefnum unglinga, forvarnarstarfi og lýðræði ofl.
 • Skipulagshæfileikar og góð hæfni i samskiptum.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi.
 • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall  100%
Umsóknarfrestur 06.11.2019
Ráðningarform:  Ótímabundin ráðning
 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Ólöf Haflína Ingólfsdóttir
Sími 411-5400
Félagsmiðstöðin Askja
Safamýri 5
108 Reykjavík