Ás styrktarfélag óskar eftir þroskaþjálfa í Vinnu og virkni í Ási vinnustofu

Ás vinnustofa auglýsir stöðu þroskaþjálfa í 100 % starfshlutfall. 

Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16.30. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Ber ábyrgð á fagleglegu starfi, miðlar þekkingu til annara starfsmanna og veitir þeim stuðning.

Ber að hafa hagsmuni fólks með fötlun í fyrrúmi og vera vakandi yfir líðan þeirra. 

Veitir starfsmönnum með fötlun aðstoð og leiðbeinir eftir þörfum varðandi vinnu, umönnun, félagslega þætti, sjálfshjálp og boðskipti

Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður starfsmanna með fötlun

Leiðbeinir og aðstoðar við persónulegar þarfir

Setur upp dagskrá sem býður uppá vinnu og líkamlega, félagslega og skapandi örvun.

Fylgir í vinnu og virkni tilboð

Hæfniskröfur

Háskólapróf í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi til að starfa sem þroskaþjálfi.

Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki, og jákvæðni í starfi  ásamt og hæfni í mannlegum samskiptum

Íslenskukunnátta 

Hreint sakavottorð

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um. 

Staðan er laus frá byrjun október eða eftir samkomulagi

Hægt er að sækja um stöðuna í gegnum heimasíðu félagsins.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.