Ágæti tilvonandi forstöðumaður

 

Það getur verið erfitt og kvíðabundið að byrja nýtt starf.  En þetta starf sem hér um ræðir, er ekki bara krefjandi, heldur einnig fjölbreytt og skemmtilegt.  Þú færð tækifæri til að vera með og móta starfið og velja þína samstarfsmenn.  Þú veitir forstöðu nýju íbúðaheimili fyrir einstaklinga með fjölgreiningar sem verður opnað í ágúst næst komandi. Heimilið er í úthverfi Reykjavíkur í fallegu umhverfi.  Það verða sjö einstaklingar sem koma til með að fylla þessar íbúðir með lífi og fjöri.  Ef þú hefur áhuga og kjark til að sækja um er æskilegt að þú hafir starfsleyfi sem þroskaþjálfi og stjórnunarreynslu.  Frekari upplýsingar hjá Þór Inga í thoringi@simnet.is