Eiga að vera tímatakmörk á setu formanns Þroskaþjálfafélags Íslands?

Félagsfundur verður haldinn í Borgartúni 6 þriðjudaginn 24. apríl kl 17, þar sem kynnt verður vinna nefndar í framhaldi af lagabreytingu á aðalfundi félagsins vorið 2017 þar sem skoða átti kosti og galla þess að vera með tímamörk á setu formanns.

 

 

Lögin er hægt að lesa hér http://www.throska.is/is/um-felagid/thi/log-felagsins og er vísað sérstaklega til 5. greinar laganna.

 

Boðið verður upp á streymi af fundinum sem og að senda spurningar í gegnum tölvupóst til félagsins (throska@throska.is) , hringja í síma 595 5160 og bera upp spurningar eða nota facebook skilaboð í gegnum síðu félagsins.

 

Eftir fundinn gæti verið gaman að rölta á Bjórgarðinn og halda skemmtilegum umræðum áfram.

 

Nauðsynlegt er að skrá sig á streymi sem og á fundinn sjálfan á eftirfarandi slóð

http://www.throska.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-felagsfund