Skrifstofa, nefndir og ráð
Í lögum Þroskaþjálfafélags Íslands 10.5 gr. segir:
Í félaginu skal starfa fimm manna kjörnefnd er annist undirbúning og framkvæmd kosninga fyrir næsta aðalfund, atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga og aðrar atkvæðagreiðslur sem stjórn felur nefndinni að annast. Kjörnefnd leitar eftir framboðum í stjórn, nefndir, og ráð á vegum félagsins. Nýjum framboðum í stjórn skulu fylgja meðmæli a.m.k. tuttugu félagsmanna. Tillögur kjörnefndar um félagsmenn í stjórn, nefndir og ráð skulu liggja fyrir a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund.