Þroskaþjálfi - í sérkennsluteymi
Sérkennari-þroskaþjálfi í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi er sex deilda leikskóli sem var opnaður
árið 2006. Í vetur hefst þróunarvinna í því að reka hvorn gang fyrir sig. Eldri og yngri gangur munu vera sem sitthvor deildin þar sem hvor deildin mun vera með faglegan og daglegan deildarstjóra. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Taktu þátt í að byggja upp faglegt sérkennsluteymi með okkur
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir
- Að veita þjálfun, leiðsögn og stuðning
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður úthlutar
Næsti yfirmaður er sérkennslustjóri
Hæfniskröfur
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur hvað við erum að gera þá getur þú kíkt á instagramið okkar: heilsuleikskolinn_kor eða Like síðu okkar á Facebook: Heilsuleikskólinn Kór.
Áætlað er að fara í námsferð í maí 2024.
Frekari upplýsingar veitir Svanhildur D. Björgvinsdóttir skólastjóri í síma 570 - 4940 eða á netfangið kor@skolar.is