Sérfræðingur í velferðar- og fræðslumálum Vilt þú nýta innsæi þitt og þekkingu til að aðstoða viðskiptavini okkar við stefnumótun og umbætur í velferðar- og fræðslumálum?

Um starfið

Brennur þú fyrir menntamálum og þjónustu við börn og fjölskyldur og vilt aðstoða stofnanir og sveitarfélög að ná bættum árangri?

Við leitum að öflugum ráðgjafa sem vill nýta innsæi sitt og þekkingu til að aðstoða viðskiptavini okkar við stefnumótun og umbætur í þjónustu við börn og fjölskyldur, svo sem velferðar- og fræðslumálum. Viðkomandi mun vera hluti af ört stækkandi hópi ráðgjafa hjá KPMG og fá tækifæri til að vinna með breiðri flóru stofnana og sveitarfélaga í fjölbreyttum verkefnum.

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

 • Stefnumótun velferðar- og fræðslumála.
 • Innleiðing farsældarlaga.
 • Umbætur í velferðar- og skólaþjónustu.
 • Úttektir á stjórnskipulagi, verklagi og rekstri velferðar- og skólaþjónustu.
 • Ráðgjöf og stuðningur við sérfræðinga og stjórnendur í velferðar- og skólaþjónustu.

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni og geta til að koma upplýsingum og gögnum á framfæri á skýran og skilvirkan hátt til viðskiptavina og samstarfsfólks.
 • Reynsla af framsetningu greininga og upplýsinga í skýrslu.
 • Þekking og reynsla af starfi í velferðar- og/eða skólaþjónustu á vegum sveitarfélaga.
 • Reynsla af stefnumótunarvinnu er kostur.
 • Þekking á stjórnsýslu og starfsumhverfi sveitarfélaga er kostur
 • Menntun í félagsráðgjöf, þroskaþjálfun, sálfræði, kennslufræði eða sambærilegt.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð hugsun.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.

Að vinna hjá KPMG

Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

 • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
 • Frábær tækifæri til að læra af og starfa með leiðandi sérfræðingum hjá KPMG hérlendis og erlendis.
 • Markvisst starfsþróunarkerfi og öflugt fræðslustarf.
 • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
 • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
 • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
 • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
 • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
 • Og margt fleira.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2023

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is og Róbert Ragnarsson á rragnarsson@kpmg.is