Viltu efla starfshæfni fatlaðs fólks?

Viltu efla starfshæfni fatlaðs fólks?

Ás styrktarfélag óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni við verkefni sem byggir á einkaleyfisskyldri aðferðarfræði, Project SEARCH.

Það felur í sér nám sem miðar að atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði með stuðningi og eftirfylgni í starfi.

Starfið er tímabundið til 5. júní 2025 með möguleika á áframhaldandi starfi og starfshlutfall er 100%.

Vinnutími á bilinu 8.00-16.00 virka daga.

Umsóknarfrestur er til 30. maí. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Kennsla í starfstengdu verknámi fyrir fatlað fólk sem nýtist í störfum á almennum vinnumarkaði

Hæfnikröfur:

 • Menntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi frá landlækni
 • Þekking og reynsla á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði
 • Brennandi áhugi á atvinnuþátttöku fatlaðs fólks
 • Þekking á vinnumarkaði er kostur
 • Góð ensku- og íslenskukunnátta er skilyrði
 • Góð almenn tölvufærni og tölvulæsi er skilyrði
 • Sjálfstæð vinnubrögð, samskipta- og samstarfsfærni
 • Að minnsta kosti 3-5 ára starfsreynsla
 • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
 • Hreint sakarvottorð

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Unnarsdóttir í síma 414-0500.

Upplýsingar um félagið má finna á www.styrktarfelag.is

Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags.

Við hvetjum áhugasama að sækja um.