Um félagið

Þroskaþjálfafélagið

ÞÍ er stéttarfélag þroskaþjálfa. Félagið er sjálfstætt stéttarfélag með aðild að BHM. Um 500 þroskaþjálfar eiga stéttarfélagsaðild að félaginu, en auk þess eru um 15 þroskaþjálfar með fagaðild eða aukaaðild . Fagaðild þýðir að viðkomandi þroskaþjálfi starfar ef einhverjum ástæðum ekki sem þroskaþjálfi. (t.d.annar starfsvettvangur, komnir á eftirlaun o.s.frv. Aukaaðild að ÞÍ hafa þroskaþjálfanemar)

 

Þroskaþjálfar                       

Þroskaþjálfar starfa eftir lögum um þroskaþjálfa og Reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa . Þroskaþjálfar eru sérmenntaðir til að sinna fötluðum. Sérstaða þroskaþjálfa felst í því að þeir eru eina stéttin sem hefur rétt til að sinna þroskaþjálfun.

 Þroskaþjálfar starfa þar sem þroskaþjálfunar er þörf m.a. á:

o        Heimilum

o        Vinnustöðum

o        Greiningar- og rágjafarstöð ríkisins

o        Hæfingarstöðvum /dagvist

o        Sjúkrastofnunum

o        Skólum

o        Leikskólum

o        Leikfangasöfnum

o        Svæðiskrifstofum um málefni fatlaðra

o        Félagsþjónustu sveitarfélaga

 

Starfið felst í uppeldi, umönnun og þjálfun

 

 

Þroskaþjálfun

Þroskaþjálfun er lögverndað starf og starfa þroskaþjálfar eftir lögum nr.18/1978 um þroskaþjálfa og reglugerð nr.215/1987 um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa

Með þroskaþjálfun er á fræðilegan og skipulegan hátt stefnt að því að koma fötluðum til aukins alhliða þroska. Gengið er út frá því að allar manneskjur geti nýtt sér reynslu sína, lært og þroskast. Í starfi sínu taka þroskaþjálfar annars vegar mið af þörfum hvers og eins og hins vegar þeim kröfum sem samfélagið gerir til þegna sinna. Ennfremur er lögð áhersla á skyldur samfélagsins við hina fötluðu og að samfélagið mæti þörfum þeirra.

Þroskaþjálfun felur m.a. í sér að gerðar eru markvissar þjálfunaráætlanir sem miða að því að auka hæfni einstaklinga til að takast á við athafnir daglegs lífs (ADL). Sjá nánar í reglugerð.

Reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjá