Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg

Þroskaþjálfafélags Íslands boðar til félagsfundar vegna styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Fundurinn verður mánudaginn 19. mars í Borgartúni 6, kl. 14.00 til 15.30.

Dagskrá

14:00 – 14:20       Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg, hvernig hefur gengið?
Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

14:20 –  14:30     Verkefnin vs vinnutíminn
Alda Árnadóttir, þroskaþjálfi og verkefnisstjóri í málaflokki fatlaðra á Þjónustumiðstöð Breiðholts

14:30 – 14:40      Gengur stytting vinnuvikunnar upp í grunnþjónustu Borgarinnar?
Bára Denný Ívarsdóttir þroskaþjálfi og forstöðumaður í heimaþjónustu og heimahjúkrun hjá Velferðarsviði.

14:40 – 14:50      Hvers vegna við tökum ekki þátt?
Valborg Helgadóttir, forstöðuþroskaþjálfi við heimilið Bleikargróf 4    

14:50 – 15:00       Stytting vinnuvikunnar, fyrstu skrefin
Magnús Helgi Björgvinsson, forstöðuþroskaþjálfi við heimilið Hlaðbæ 2 og ÍbúðakjarnaÞorláksgeisla 70

15:00 – 15:30      Umræður