Sjálfstætt líf og notendastýrð persónleg aðstoð á Norðurlöndunum: Sjónarhorn mannréttinda

Miðvikudaginn 13. desember 2017, kl. 14.00 ver Ciara S. Brennan doktorsritgerð sína: Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum: Sjónarhorn mannréttinda (The Nordic Experience of Independent Living and Personal Assistance: A Human Rights Approach)

Vörnin fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er öllum opin. Athöfnin fer fram á ensku og verður rittúlkuð. 

Doktorsritgerðin er gagnrýnin greining á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð á Norðurlöndum og innleiðingu 19. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Rannsóknargagna var aflað með viðtölum við leiðtoga miðstöðva um sjálfstætt líf, einstaklinga sem leiddu stefnumótun á þessu sviði og starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem vann að innleiðingu stefnunnar í löndunum þremur.

Andmælendur eru dr. Tom Shakespeare, prófessor í fötlunarrannsóknum, Norwich Medical School, University of East Anglia og dr.polit. Karen Christensen, prófessor og deildarforseti, Department of Sociology, University of Bergen.

Leiðbeinandi í doktorsverkefninu er Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands en doktorsnefnd skipa einnig dr. James G. Rice, lektor í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild og dr. Peter Anderberg, dósent við Blekinge Institute of Technology í Svíþjóð.

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, deildarforseti Félags- og mann-
vísindadeildar Háskóla Íslands stýrir athöfninni.


Nánari upplýsingar veita Ciara S. Brennan (csb1@hi.is) og Rannveig Traustadóttir (rannvt@hi.is) (sími 847-0728). 

Búið er að stofna viðburð á facebook