Mat á stuðningsþörf fyrir fullorðna

Þriðjudaginn 30. október kl. 14:00 verður haldin kynning fyrir þroskaþjálfa á matskerfinu Mat á stuðningsþörf fyrir fullorðna (Supports Intensity Scale, Adult version; SIS-A).

Matskerfið er notað á Íslandi og víðar um heiminn fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Í kynningunni verður farið yfir faglegan og fræðilegan bakgrunn, áherslur og aðferðir við að meta stuðningsþörf með matskerfinu, túlkun á niðurstöðum, notkun og notagildi fyrir þroskaþjálfa með það að markmiði að auka lífsgæði fatlaðra.

Fyrirlesarar: Ástríður Helga Erlendsdóttir og Guðný Stefánsdóttir

Tími: Þriðjudaginn 30. október kl 14:00

Staðsetning: Borgartún 6

Skráning er nauðsynleg og fer hún fram hér

Streymt verður frá fræðslunni og koma upplýsingar um það síðar.