Íslenski málhljóðamælirinn - snemmtæk íhlutun í framburði íslensku málhljóðanna fyrir öll börn

Íslenski málhljóðamælirinn er nýstárleg lausn í skimunartækni í spjaldtölvu (iPad) sem ætlað er fagaðilum leik- og grunnskóla og stofnana.

Á námskeiðinu kennir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur um málhljóðaraskanir og notkun forritsins á skýran og einfaldan hátt.

Fagfólk þekkir að mikilvægt er að bíða ekki of lengi án íhlutunar á dýrmætum tímapunkti í lífi barns. Við viljum öll ná meiri árangri í starfi okkar með börnum sem skilar þeim betur undirbúnum fyrir lífið!

Með málhljóðamælinum geta fagaðilar skóla og talmeinafræðingar nú skimað allt að 6 börn á klst. Strax í lok skimunar er samantekt sjálfkrafa tilbúin með upplýsingum um stöðu barnsins. Í forritinu eru innbyggð aldursviðmið og strax kemur í ljós hvort framburður barnsins samsvarar getu jafnaldra í framburði. Bent er á hvaða málhljóð þarf að þjálfa m.a. til að laða fram réttan framburð og hljóðavitund sem mikilvæg er í umskráningarferli fyrir læsi. Þá er ekki síst mikilvægt að vita hvort þörf er á að vísa barni beint til talmeinafræðings svo ekki komi til óþarfa bið, enda biðlistar eftir talþjálfun langir.

 

Skráning hér