Hvernig hefur þroskaþjálfanámið þróast - kynning og umræður

Undanfarin ár hefur nám í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands verið í þróun og tekið þeim breytingum að nám til starfsréttinda er nú fjögur ár. Hverjar eru þessar breytingar og hvað hefur bæst við?

Þann 31. maí kl. 14:30 - 16:00 mun Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, aðjunkt og námsbrautarformaður, fara yfir ferlið og þær breytingar sem orðið hafa á náminu. Hún kynnir eftirfarandi námsleiðir;

  • Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis sem þroskaþjálfi, viðbótardiplóma (60e) – svokallaða „fjórða árið“ sem var þróað eftir að námið var lengt.
  • Þroskaþjálfafræði, viðbótardiplóma (30e) – hugsuð fyrir starfandi þroskaþjálfa sem vilja styrkja sig í starfi og fræðum og ágætis stökkpallur inn í meistaranám.

Við nýtum okkur tæknina enn og aftur og fer kynningin því fram með rafrænum hætti. Endilega takið daginn frá og skráið ykkur strax, hér. Tengill verður sendur til þeirra sem skrá sig svo enginn gleymir þessu – hafi þeir skráð sig á annað borð.

Kveðja,

Fagráð