Fötlun og innlokun - tengsl sólarhingsstofnana og fangelsa

Liat Ben-Moshe í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 4. október næstkomandi klukkan 15.00. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Í fyrirlestrunum verður fjallað um tengsl tveggja hreyfinga sem miða að því að aflétta innilokun fólks. Önnur þeirra berst fyrir afnámi fangelsa en hin fyrir lokun sólarhringsstofnana fyrir fólk sem skilgreint er með „þroskahömlun“ eða „geðræn veikindi“, og kennd er við afstofnanavæðingu.

Í fyrirlestrinum verða eftirfarandi spurningar settar fram og þær ræddar: 
Hvers vegna er mikill fjöldi fatlaðs fólks í fangelsum í Bandaríkjunum? 
Hvað gerist þegar þess er krafist að stofnunum fyrir fólk með vitsmunalegar eða geðrænar skerðingar verði lokað? 
Hvað getum við lært af reynslunni af afstofnanavæðingu þegar hugsað er um hvað á að gera við fangelsi dagsins í dag? 
Hvernig getur sjónarhorn fötlunar hjálpað til að skilja fjölgun fanga í Bandaríkjunum?

Liat Ben-Moshe 
Dr. Liat Ben-Moshe er lektor í fötlunarfræði við University of Toledo í Bandaríkjunum. Í byrjun næsta árs tekur hún við nýju starfi sem lektor í Afbrotafræði, Lögum og Réttlæti við University of Illinois í Chicago. Frekari upplýsingar um hana utoledo.academia.edu/LiatBenMoshe

Auk Borgarinnar og Rannsóknarseturs HÍ í fötlunarfræðum standa Fangelsismálastofnun ríkisins, Landssamtökin þroskahjálp, Geðhjálp og Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fanelsismál og betrun, að fyrirlestrinum.