Fötlun í háskólasamfélaginu: Menning undirrokun og andóf

Af hverju  og með hvaða hætti er mikilvægt að líta á fötlun sem hluta af margbreytileika háskólasamfélagsins á sama hátt og t.d. kyn og stétt? Í fyrirlestrinum mun dr. Liat Ben-Moshe fjalla um undirokun og seiglu fatlaðra háskólakennara og menenda sem berjast fyrir háskólasamfélagi sem býður alla velkomna.  Erindið er táknmálstúlkað.

Liat Ben- Moshe er lektor í fötlunarfræði við University of Toledo í Bandaríkjunum. Hún er aktívisti og fræðikona sem hefur rannsakað og skrifað um afstofnanavæðingu og innilokun, afnám fangelsa, fötlun, and-kapítalisma og hinseginleika, menntun fyrir alla, fötlun í Ísrael/Palestínu og birtingamyndir fötlunar.