CAT-kassinn og CAT-vefappið

Kennarar:

Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi

CAT-kassinn kom út í íslenskri þýðingu þeirra tveggja í júní 2005.

Áskrift að CAT-vefappinu er í gegnum heimasíðu CAT www.cat-kit.com.


Námskeiðsgjald: kr. 28.000. Afsláttur er veittur til foreldra einhverfra barna.

Innifalið: Léttur hádegisverður, kaffi og meðlæti, námskeiðgögn.

 

Skráning: asgol@icloud.com eða sighjart52@gmail.com

                                                         

Við skráningu þarf að taka fram nafn, kennitölu og heimilisfang greiðanda. Einnig er gagnlegt að þátttakendur taki fram hvar þeir starfa. Skráning þarf að fara fram sem fyrst, í siðasta lagi viku fyrir námskeið. Greiðsluseðlar verða sendir nokkrum dögum fyrir námskeiðið.

CAT-kassinn (Cognitive Affective Training)

Hugræn tilfinningaleg þjálfun

CAT-kassinn er sérstaklega þróaður til að auðvelda samræður við börn og ungmenni. Markmiðið með notkun CAT-kassans er að styðja samræður við börn og ungmenni  frá 6 ára aldri sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig beint um tilfinningar, hugsanir og upplifanir. Bæði foreldrar og fagfólk geta notað CAT-kassann á áhrifaríkan hátt í daglegum samræðum við börn. Notkun CAT-kassans hvetur bæði börn og fullorðna til umhugsunar meðan samtalið á sér stað og lifandi útlit CAT-gagnanna virkar hvetjandi á samræðurnar. CAT-kassinn er upphaflega þróaður til að styðja samtöl við börn á einhverfurófi. Reynslan hefur síðan leitt í ljós að börn sem eiga í ýmsum erfiðleikum geta einnig haft gagn af CAT-kassanum.

CAT-kassinn er einstakur að gerð. Hann er hvorki spil né próf, þó svo hægt sé að nota hann til að athuga sjálfsupplifun og sjálfsmynd barna. CAT-kassinn er einfaldlega tæki til notkunar í samræðum, samsett af fjölda gagna sem hægt er að nota hvert í sínu lagi eða fleiri saman.

CAT-kassanum fylgir:

•   CAT-líkan sem getur komið að gagni við að byggja upp samtalið.

•   Mælir, einskonar hitamælir eða loftþrýstimælir, sem mælir styrkleika tilfinninga á mælikvarðanum 0 – 10.

•   9 grunntilfinningar sem hægt er að tjá með 90 tilfinningaorðum og 90

     andlitum sem eiga við. Einnig fylgja auð spjöld þar sem hægt er að skrifa sín

    eigin tilfinningaorð og líkamsorð á.

•   Líkaminn til að ræða um líkamsástand og tilfinningar tengdar líkamanum.

•   Hringirnir mínir sem meðal annars eru notaðir í samræðum um félagsleg tengsl, áhugamál og vináttu.

•   Hegðunarspjald  þar sem fjórar tegundir hegðunar; til fyrirmyndar, hlutlaus, sjálfhverf og árásargjarn eru settar fram í litum og hlutverkaleikjum.

•   Skipulagstöflur:

Tímatöflur yfir sólarhringinn, vikuna og árið. Hjólið.

 

•   Límmiðasett fyrir CAT-bækurnar

–     tilfinningabók, dagbók, hrósbók og áhugabók.

   • Plastörk með myndum af öllum 90 andlitunum sem hægt er

að ljósrita, klippa út og líma í bækurnar

 

•              Handbók – þar sem fjallað er um notkun CAT-kassans á einfaldan og   hagnýtan hátt.

 

Um höfundana

Annette Møller Nielsen og Kirsten Callesen  eru starfandi klínískir sálfræðingar og námskeiðshaldarar í Danmörku.

Dr. Tony Attwood Ph.D. er starfandi sálfræðingur í Brisbane í Ástralíu og prófessor í sálfræði. Hann er þekktur fyrirlesari og höfundur fjölmargra bóka um einhverfu/Asperger (www.tonyattwood.com.au).

 

CAT-vefappið er nú aðgengilegt á heimasíðu CAT og það hefur nú verið þýtt á íslensku. Eins árs aðgangur að CAT-appinu kostar 300 danskar krónur. Áskrifendur hafa einnig aðgang að appinu á Norðurlandamálum, ensku og þýsku.

 

Á Facebooksíðu CAT (CAT-kit) má sjá mörg dæmi um notkunarmöguleika appsins. Þó dæmin séu þar á dönsku, sýna þau vel hinar ýmsu aðgerðir. Öll gögn CAT-kassans er að finna í appinu en þeim til viðbótar eru ýmsir nýir spennandi möguleikar. Hægt er þar að velja um tvær tegundir andlita, setja inn ljósmyndir, teikna, skrifa og prenta út. Allar aðgerðir vistast sjálfkrafa og kennari sem er með áskrift, getur verið með svæði fyrir sína nemendur í appinu. Þá geta foreldrar einnig gerst áskrifendur og notað appið með börnum sínum heima.