Börnin okkar

Á ráðstefnunni verður veitt yfirsýn yfir geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni upp í 24 ára aldur, hvað megi betur fara og hvaða leiðir séu færar til úrbóta í geðheilbrigðisþjónustu við þennan aldurshóp á Íslandi. Í framhaldi af ráðstefunni mun Geðhjálp færa heilbrigðisráðherra lista yfir helstu forgangsverkefni á sviði geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi.

Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um átak norskra yfirvalda í geðheilbrigðisþjónustu við ungabörn, hagi barna foreldra með geðrofssjúkdóma, áhrif áfalla í æsku á geðheilbrigði á fullorðinsárum, aðgengi að sálfræðiþjónustu, áskoranir í barnavernd, sjálfskaðahegðun unglinga og fjölgun ungra karlmanna á örorku svo dæmi séu nefnd.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakenda og nafni og kennitölu greiðanda í gegnum netfangið verkefnisstjori@gedhjalp.is Aðgangseyrir er kr. 3.500 kr., frítt fyrir félaga í Geðhjálp.

Athygli þín er vakin á ráðstefnu Geðhjálpar Börnin okkar á Grand Hótel Reykjavík þann 17. október næstkomandi, sbr. dagskrá í viðhengi og viðburð á facebooksíðu Geðhjálpar https://www.facebook.com/Landssamtokin.Gedhjalp/?fref=ts