Yfirþroskaþjálfi á heimili

 

Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa á heimili að Háteigsvegi. Um er að ræða 60-80% starf, að hluta til í vaktavinnu. Staðan er laus frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir þurfa að berast fyrir 27. september.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ber ábyrgð á og skipuleggur innra starf ásamt forstöðumanni
  • Hefur umsjón með faglegu starfi
  • Gætir hagsmuna íbúa innan og utan heimilis, aðstoðar í daglegu lífi og sinnir stuðningi samkvæmt óskum og þörfum þeirra hverju sinni
  • Gerir þjónustuáætlanir með íbúum sem byggðar eru á óskum þeirra og faglegu mati
  • Veitir starfsmönnum faglega ráðgjöf og fræðslu
  • Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans

 

Hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi þroskaþjálfa
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfileikar og hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki
  • Þarf að geta tekið virkan þátt í innra starfi félagsins ásamt þróun og nýsköpun, eftir því sem við á hverju sinni

 

Nánari upplýsingar veitir Þóra Þórisdóttir í síma 551-0014 og 822 0158 á virkum dögum. Umsókn sendist á thorath@styrktarfelag.is en upplýsingar um félagið og atvinnuumsókn má einnig finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags og Þroskaþjálfafélags Íslands.