Vinnuhópar eftir starfsdaga ÞÍ 2011-Verkáætlun-

 
Starfsdagar ÞÍ voru haldnir 28.-29. janúar á Selfossi. Unnið var eftir hugmyndafræði þjóðfundar með það að markmiði að virkja alla til þátttöku og má með sanni segja að það hafi tekist afar vel. Á heimasíðu félagsins liggja fyrir fyrstu niðurstöður og nú er komið að því að kafa dýpra í niðurstöðurnar og leggja fram tillögur að forgangsröðun verkefna fyrir stjórn félagsins..
 
Markmið: 

  • Hver hópur fær eina möppu sem hefur að geyma úrvinnslu eins þema sem tekið var fyrir á starfsdögum. Þemun voru, nám, hlutverk, fagleg verkfæri, hugmyndaræði, réttindi og kjaramál, réttindagæsla, sýnileiki, ímynd og markaðssetning, þróun og nýbreytni.
  • Hóparnir setja fram tillögur til stjórnar um forgangsröðun verkefna. Hvaða verkefni er hægt að fara í á næstunni?  Hvaða verkefni þarfnast meiri undirbúnings?
  • Meta skal tillögur miðaða við ávinning og flækjustig. Sumar tillögur kosta t.d. lítið (lágt flækjustig) en ávinningurinn er mikill á meðan önnur tillaga skilar litlu miðað við hversu flókið verkefnið er.
  • Árangursfundur/stöðumat haldinn þar sem hóparnir greina frá framgangi verkefna  á opnum félagsfundi.

Hugmyndin er að mynda alls átta 5-7  manna hópa á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.
Nú er komið að því að hefja þessa vinnu og biðjum við áhugasama að setja sig í samband við félagið throska@throska.is  sem fyrst.
 
 
Skil: Starfshóparnir eru beðnir um að skila niðurstöðum ekki seinna en föstudaginn 10. júní 2011.
 
Meðfylgjandi skjöl
Fyrstu niðurstöður og úrvinnsla ganga má nálgast á heimasíðu félagsins bæði á í excel eða pdf skjali auk möppunnar sem verður afhent hverjum hópi fyrir sig.
 
Hlakka til að heyra frá ykkur sem fyrst.
 
Kær kveðja,
Laufey E. Gissurardóttir, formaður