Verkefnastjóri

 
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur ráðið Hönnu Kristínu Sigurðardóttur, þroskaþjálfa sem verkefnastjóra í 20% starf í tvo mánuði. Verkefni verkefnastjórans er að vinna drög að stefnumótun Þroskaþjálfafélags Íslands eftir þá vinnu sem fór fram á starfsdögum í síðustu viku sem og gildi félagsins. Markmiði er að kynna fyrstu drög að stefnumótun til ársins 2025 á aðalfundi félagsins sem haldin verður 26. mars n.k.