Útskrifast með viðbótardiplómu í öldrunarþjónustu

Þann 23. október útskrifuðust þær Kristbjörg Hjaltadóttir forstöðuþroskaþjálfi Sigurhæðar í Garðabæ og Vibeke Þorbjörnsdóttir verkefnastjóri í Mosfellsbæ, með viðbótardiplómu í öldrunarþjónustu. Vibeke og Kristbjörg eru báðar menntaðar þroskaþjálfar og eru þær fyrstar úr þeirri stétt til að útskrifast úr námi í öldrunarþjónustu. Til gamans má geta að báðar starfa þær á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og báðar búsettar í Mosfellsbæ.