Undirritun samnings við Reykjavíkurborg

Þroskaþjálfafélag Íslands, ásamt 9 öðrum aðildarfélögum BHM, undirritaði samkomulag um framlengingu á gildandi kjarasamningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn verður kynntur þriðjudaginn 22. apríl klukkan 15:00 í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, 3.hæð.
 
Mikilvægt er að kynna sér samninginn til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun í kosningu um samninginn.
Kosning verður rafræn og hefst þann 22. apríl.Niðurstöður atkvæðagreiðslna um samninginn þurfa að liggja fyrir 30. apríl næstkomandi.