Umsögn ÞÍ um frumvarp til laga um málefni fatlaðra (flutning

Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar því að flutningur fatlaðra flyst frá ríki til sveitafélaga. Þar með er mikilvægur áfanga í réttindabaráttu fatlaðs fólks náð.

Í frumvarpinu kemur m.a. fram að á Alþingi verði lagt fram  frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk eigi síðar en í lok árs 2011. Því ber að fagna sérstaklega.

 

Gerðar eru eftirfarandi athugasemdir:

 

1.       við grein 34 lið b (VI) um samráðsnefnd um málefni fatlaðra

Fagfólk með sérþekkingu á málefnum fatlaðs fólks hefur mikilvægu hlutverki að gegna í útfærslu og framkvæmd þjónustunnar.  Fulltrúar þessara aðila eru fag- og stéttarfélög.  Lagt er til að fag- og stéttarfélög eigi aðila í þessari samráðsnefnd til að tryggja enn frekar góðan árangur af flutningi málefna fatlaðra til sveitafélaga.  

 

2.       við grein 34 lið d. (VIII.) um niðurlagningu starfa á svæðisskrifstofum.

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að öll starfsemi svæðisskrifstofa á grundvelli 9. gr. laga nr. 59/1992  skuli lögð niður.  Á svæðisskrifstofum fer m.a. fram fjölþætt og mikilvæg starfsemi sem tengist lögbundnu hlutverki þeirra við fatlað fólk.  Þessari starfsemi er að langmestu leyti sinnt af fagmenntuðu fólki sem flest hefur langa háskólamenntun og áratuga starfsreynslu að baki í málefnum fatlaðs fólks.  Með því að leggja þessi störf niður er ekki tryggt að nauðsynleg þekking og færni flytjist til sveitarfélaga.  Þar með hafa verið skapaðar aðstæður sem hindra lögbundna þjónustu sem sveitarfélögum er ætlað að gegna.  Slíkt getur ekki samræmst markmiðum flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og ber að koma í veg fyrir. 

 

Virðingarfyllst

 

Laufey E. Gissurardóttir, formaður ÞÍ