Til hamingju með daginn þroskaþjálfar

Þann 2. október höldum við upp á alþjóðlegan dag þroskaþjálfa og viljum við minna á störf þroskaþjálfa um allan heim. Þroskaþjálfar hafa kunnáttu og þekkingu til að veita fötluðum og öðrum sem hafa skerta færni þann stuðning sem fólk þarfnast. Reynslan sýnir að þroskaþjálfar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þjóna fjölbreyttum hópum í samfélaginu en sérstaða þroskaþjálfa þeirra felst einkum í því að þeir hafa víðtæka og hagnýta þekkingu á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu. Þeir hafa sérþekkingu á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem manngildi og mannréttindi eru lögð til grundvallar.

Á Íslandi vinna þroskaþjálfar í fjölbreyttum geirum samfélagsins, sem dæmi má nefna fræðslumiðstöðvar, Stígamót, starfsendurhæfingu, verkefnastjórnun hjá Fjölmenningarsetri, dagvistun minnissjúkra,leikskólum, atvinnu með stuðninginn hjá Vinnumálastofnun, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, þjónusta við geðfatlaða, verkefnastjórnun hjá Rauða krossi Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, ráðgjöf hjá Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur, símenntunarstöðvar, Sjónarhól fyrir sérstök börn til betra lífs, HIV samtökin, starfsmannamiðlanir,ráðgjöf hjá Virk, Velferðarsjóð íslenskra barna, öldrunarþjónustu, ráðgjafarfyrirtækjum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Reykjalund, Landspítalinn, Rjóður hvíldar og endurhæfingardeild fyrir langveik börn, BUGL, grunnskóla, Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins, framhaldsskóla, frístundaheimili, félagsþjónustu, réttindagæslu og svo mætti lengi telja.
#thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi