Þroskaþjálfar sem vinna með fólki með samþætta sjón- og heyr

Þroskaþjálfar sem vinna með fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. (daufblindu)

Hvernig væri að hittast  hjá Þroskaþjálfafélagi Íslands þriðjudaginn 9. apríl kl. 16.30 í Borgartúni 6, 3 hæð.
 
Til að bera saman bækur okkar og sjá hvernig við getum aukið fagmennsku okkar í vinnu með markhópnum.
Til stendur að halda námskeið í haust þar sem reyndir fyrirlesarar koma og miðla til okkar þekkingu til að geta veitt fólki betri þjónustu og aukið lífsgæði. Þar vil ég sjá þroskaþjálfa á meðal þátttakenda. En það þarf að undirbúa sig vel í tíma og nú er rétti tíminn til að hittast.
Ég undirrituð Guðný Einarsdóttir  hef unnið sem ráðgjafi í málefnum blindra, sjónskertra og daufblindra undanfarin 5 ár. Ég tel að þroskaþjálfar þurfi að hittast, bera saman bækur og miðla því sem þeir eru að gera og afla sér frekari þekkingar á samskiptaleiðum og aðlögun umhverfis til að mæta þörfum fólks.
Þá er í gangi vinna á vegum velferðarráðuneytisins um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra einstaklinga. Ég sit í þeirri nefnd fyrir hönd Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Innlegg frá fagfólki úr starfi er nauðsynlegt bæði það sem gott er og einnig það sem þarf að bæta.

Með bestu kveðjum
Guðný Einarsdóttir