Þroskaþjálfar í grunnskólum.

Nú þegar skólarnir eru byrjaðir er mikilvægt að hafa í huga hvað kemur fram í kjarasamningum ÞÍ.
Í bókun í kjarasamningum kemur fram að spönnin á þjálfunarstundum í 100% starfi eigi a vera á bilinu 17,33 - 24 klukkustundir.
Við könnun kom í ljós að spönnin í Reykjavík var í öllum tilfellum nema einu frá 17,33 klst. - 20 klst.
Samstarfsnefnd var sammála um að það þyrfti sérstakar rökstuddar aðstæður til að fara uppfyrir 20 klst í þjálfun í 100% starfi
Þjálfunarstundir eru í klukkustundum á viku! Spönnin miðað við 100 % starf er því að öllu jöfnu 17,33 klst - 20 klst.
Hér er hægt að sjá nánari útreikninga: vinnutími þroskaþjálfa