Stuðningur við leikskólakennara

Þroskaþjálfafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í kröfum þeirra um bætt kjör og að fá laun sín leiðrétt.

Í leikskólum landsins fer fram mikilvægt starf sem leikskólakennarar sinna af metnaði og dugnaði. Mikil fagleg uppbygging hefur átt sér stað á liðnum árum og oft á tíðum við erfiðar aðstæður þar sem fáir fagmenn hafa verið starfandi á leikskólum. Samfélagið felur leikskólum og leikskólakennurum mikla ábyrgð sem stéttin stendur svo sannarlega undir. Börnin okkar mega ekki við því að hafa færri fagmenn inn á leikskólum en veruleg hætta er á brotthvarfi úr stéttinni ef kjör leikskólakennara verða ekki leiðrétt.  ÞÍ hvetur því viðsemjendur leikskólakennara til að virða starf þeirra að verðleikum.  Það er löngu tímabært að meta starf þeirra sem sinna samborgurum sínum til jafns við störf þeirra sem sýsla með fjármuni.