Starfsdagar ÞÍ 29. - 30. janúar 2015

Kæru félagar!

Nú stöndum við á tímamótum, ÞÍ mun fagna 50 ára afmælinu sínu árið 2015. Af því tilefni hefur verið ákveðið að helga starfsdaga félagsins sem verða haldnir að þessu sinni í Hveragerði á Hótel Örk .

Inntak starfsdaganna:  Horft verður til starfa og starfsvettvangs þroskaþjálfa árið 2025. Við mótum framtíðina saman með hugmyndavinnu, úrvinnslu og aðgerðaáætlun í kjölfarið.

Tímasetningar: Vinnan hefst klukkan 10:00 fimmtudaginn 29. janúar og lýkur klukkan 16:00 þann 30. janúar.
Móttaka verður í boði Hveragerðisbæjar seinnipartinn á fimmtudeginum.
Á fimmtudagskvöldinu verður boðið upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð.

Prentvæn dagskrá er hér

Skráning: Opnað hefur verið fyrir skráningu hér

Kostnaður: Verð fyrir þátttöku er krónur 9.500 og innifalið í því verði er dagskrá starfsdaganna ásamt kvöldverði á fimmtudagskvöldið.
Greiða þarf í síðasta lagi þann 27. janúar og senda kvittun um millifærsluna á netfangið throska@throska.is
Vinsamlega greiðið inn á reikning 0303-26-3300 kt. 520578-0139.
Ef þriðji greiðir þáttökugjaldið þarf að setja kennitölu þátttakanda sem skýringu.

Gistikostnaður: Félagið hefur fengið sérstakt tilboð á gistingu á Hótel Örk og bókar hver fyrir sig gistingu á netfangið info@hotelork.is . Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda póst eða í síma 483 4700.
•    Eins manns herbergi kr. 7.950.
•    Tveggja manna herbergi kr. 11.900 (kr. 5950 á mann)
•    Morgunverður innifalinn.