Síðasti vinnudagur fráfarandi formanns ÞÍ

Laufey nýrformaður kveður Salóme Önnu
Laufey nýrformaður kveður Salóme Önnu

Síðasti dagur fráfarandi formanns ÞÍ Salóme Þórisdóttur var í fyrradag eftir átta ára starf sem formaður. Salóme hefur hlotið mikla reynslu og þekkingu á þessum árum sem formaður félagsins. Þessa reynslu og þekkingu kemur félagið til með að nýta sér í komandi kjarasamningum. Salóme kemur til með að sinna mörgum verkefnum fyrir félagið áfram. Hún verður í fagráði félagsins, vinnur að erlendu   samstarfi og kemur að undirbúning Norræni ráðstefnu sem haldin verður hér í Reykjavík 11.-13. ágúst 2011 og ber nafnið: Welfare and professionalism in Turbulent Times. Where are we now and where are we heading?  Sjá  heimasíðu  http://gestamottakan.is/welfare2011 Einnig situr hún í stjórn BHM.
Vill félagið þakka Salóme fyrir einstaklega gott starf á þessum árum og hlakkar til að starfa með henni áfram á komandi árum.

Mynd: Laufey nýrformaður kveður Salóme Önnu og þakkar góð störf.