Samkomulag um breytingar á kjarasamningum 20 aðildarfélaga

Þann 11. febrúar undirritaði Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM samkomulag um breytingar á kjarasamningi 20 aðildarfélaga BHM við ríkið.

Í samkomulaginu felst að samningstíminn er styttur um tvo mánuði og rennur út þann 31. janúar 2014. Jafnframt er eingreiðslu, kr. 38.000, sem vera átti þann 1. mars 2014 flýtt fram til 1. janúar 2014. Eingreiðslan breytist í hlutfalli við starfshlutfall í nóvember 2013. Við næstu samninga verður sú útfærsla 0,1% hækkunar iðgjalds til mennta- og fræðslusjóða metin og þá ákveðið hvernig sambærileg niðurstaða verði útfærð gagnvart aðildarfélögum BHM.