Sameiginlegur upplýsingafundur aðildarfélaga BHM

Rúmlega 300 félagsmenn mættu á upplýsingafund BHM í gærkvöldi þar sem farið var yfir niðurstöður Hæstaréttar og úrskurð gerðardóms. Mikið var um spurningar úr sal enda margt sem þarfnast nánari skýringa og útfærslna.

Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, fór yfir dóm Hæstaréttar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, yfir úrskurð gerðardóms. Hér má nálgast glærukynningarnar þeirra.