Sameiginleg norræn ráðstefna um velferðarmál og fagmennsku á

Félagsráðgjafafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, ÍS-Forsa(Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf), Námsbraut í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og Félagsráðgjafadeild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands standa saman að skipulagningu ráðstefnu í samstarfi við Norrænt samband þroskaþjálfa, Norrænt félag félagsráðgjafa, Forsa á Norðurlöndum og Norrænt félag skóla um menntun félagsráðgjafa.

Heit ráðstefnunar er „Hvernig er staðan og hvert stefnum við?"

Ráðstefnan er kjörinn vettvangur til að ræða hugmyndir, stefnumótun, vinnulag og rannsóknir í Norrænu ljósi.

Undirbúningsaðilar óska eftir fjölbreyttum framlögum frá fræðimönnum, stjórnmálafólki og sérfræðingum sem hafa áhuga á velferðarríkinu, efnahagskreppunni og fagmennsku. Mikilvægar dagsetningar 2011 1. febrúar Lokadagur til að skila inn útdrætti 1. apríl Upplýsingar sendar út um hvort útdrættir eru samþykktir eða hafnað 15. júní Lokadagur til að skrá sig á lægra þátttökugjaldi Vefsíða ráðstefnunnar: www.yourhost.is/welfare2011